Forsíđa

Kom inn!
Foreldrahusin

GGí+PS

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

Sjá
mynda-
safn
 

 

Kveđjusíđa 

Pétur Sumarliđason

 

Myndirnar eru frá um 1948 til vinstri en sú hćgri frá um 1965

Mynd frá 1960
Pétur, Ólafur Freyr Gíslason og Pétur Örn Pétursson

 

*


Mynd frá um 1975

f. 24. júlí 1916 - d. 5. sept. 1981

*  *  *

Ath!

Atriđis-
orđ
GÓP
eru
í
ţessum
dálki

Yfirlit í stafrófsröđ

Til baka í ritstörf Péturs Sumarliđasonar

Gísli
Ólafur
Pétursson

Ţjv.
15. sept.
1981

 

ćvi-
stiklur

 

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

Foreldrar Péturs voru Sumarliđi, sjómađur í Bolungarvík, sonur Guđmundar Sumarliđasonar bónda í Miđhúsum í Reykjafjarđarhreppi í Norđur-Ísafjarđarsýslu, og kona hans, Björg, dóttir Péturs Péturssonar frá Moldbrekku í Kolbeinsstađahreppi.

Pétur missti móđur sína er hann var á fyrsta aldursári og fór ţá í fóstur til föđurbróđur síns og konu hans en ţau létust bćđi úr spönsku veikinni voriđ eftir. Ţá var hann í fóstri á ýmsum stöđum skamman tíma í senn fram ađ fimm ára aldri. Ţá stofnađi fađir hans heimili ađ nýju međ seinni konu sinni, Maríu Bjarnadóttur, en ţau eignuđust átta börn. Á ţví heimili var Pétur nćstu ár ađ nokkru en fór snemma til snúningastarfa í sveitum um lengri og skemmri tíma. Áriđ 1930 réđist hann til ársvistar ađ Kvígyndisfirđi í Múlahreppi og skyldi kaupiđ vera fermingarkostnađurinn. Hann var fermdur í Flatey á Breiđafirđi.

Hugur Péturs stóđ snemma til frekara náms ţótt engin líkindi vćru til ţess ađ slíkt mćtti heppnast allslausum unglingi međ engan bakhjarl. Hann greip tćkifćriđ ţegar hann var 16 ára og fékk arfshlut eftir móđurbróđur sinn. Ţá lagđi hann föggur sínar á bakiđ og fór fótgangandi úr Ísafjarđardjúpi, fjögurra daga ferđ um ókunnugt svćđi á haustdögum, alla leiđ í Reykjaskóla í Hrútafirđi. Ţetta var haustiđ 1932 og ţá gekk hann í fyrsta skipti um hlađ á Ljótunnarstöđum hjá frćnda sínum, Skúla Guđjónssyni, en ţeirra strengir fléttuđust síđar meira saman. Féđ entist ekki nema til eins vetrar skólasetu.

Voriđ 1933 leitađi Pétur uppi móđurömmu sína, Andreu Andrésdóttur, suđur í Kolbeinsstađahreppi. Ţar réđi hann sig ársmann á Heggstöđum međ ţeim skilyrđum ađ inni í kaupinu skyldi felast nokkurra vikna frí frá vinnu og nćđi til náms. Ţann tíma notađi hann til ađ lesa ţćr skólabćkur sem lesnar voru í 3. bekk Reykjaskóla.

Pétur fćrđi sig til skólanna í Reykjavík og sumariđ 1935 réđist hann kaupamađur ađ Digranesi í Kópavogi. Ţar bar saman fundum hans og Bjarna Bjarnasonar, klćđskera, sem átti sumarbústađ vestan undir Víghólunum. Ţeir höfđu báđir áhuga á ljóđum og skáldskap og tókst međ ţeim vinátta ţótt aldursmunur vćri töluverđur. Bjarni studdi hann til náms og Pétur tók kennarapróf voriđ 1940.

Pétur gekk í hjónaband 30. okt. 1929. Eftirlifandi kona hans er Guđrún Gísladóttir og börn ţeirra Gísli Ólafur, Bjarni Birgir, Vikar, Pétur Örn og Björg.

Bjarni Bjarnason tengdist Pétri og seinna fjölskyldu hans nánum böndum og hann var afi okkar barnanna. Bjarni andađist 1971.

-  -  -

Frá 1940 til dauđadags var kennslustarfiđ og umhyggja fyrir börnum meginţáttur í viđfangsefnum Péturs. Ţar lagđi hann sífellt nýjar hugmyndir ađ mörkum og lćrđi sjálfur af öđrum. Hann var kennari í Fróđárhreppi á Snćfellsnesi 1940-41, nćsta áriđ annars stađar, á Drangsnesi í Strandasýslu 1942-43, farkennari í Vestur-Eyjafjallahreppi 1943-44, kennari viđ Austurbćjarskólann í Reykjavík 1944-47 og 1958-80. Ţar á milli var hann skólastjóri í Fljótshlíđarskóla 1948-50, starfsmađur Kópavogshrepps og síđar Kópavogsbćjar 1950-55 og skólastjóri barna- og unglingaskólans ađ Búđum viđ Fáskrúđsfjörđ 1955-57. Síđastliđinn vetur kennsdi hann viđ Seljaskóla í Breiđholti.

Hann hafđi augun opin fyrir breytingum og ţróun í starfinu og skólamálum yfirleitt. Hann barđist fyrir bćttum kjörum kennara og fyrir bćttri umgengni viđ börn. Hann fór á sérstök námskeiđ í eđlisfrćđikennslu ţegar hún var tekin inn í barnaskólana og annađist hana ađ verulegumhluta nćstu árin viđ Austurbćjarskólann. Ţegar grunnskólalögin voru sett og kváđu á um bókasöfn setti hann sig inn í ţau mál og stýrđi ţróun ţeirra á sínnum vinnustađ. Hann kenndi einn vetrarhluta viđ skóla fatlađra í Reykjadal í Mosfellssveit og hafđi ţađ á hann mikil áhrif. Ţangađ sótti hann efni í mörg skýringadćmi sín ţegar hann vildi undirstrika mikilvćgi ţess ađ börn nytu góđs félagslegs atlćtis í skólum.

Pétur stundađi margvísleg sumarstörf eins og ađrir kennarar. Árin 1963-70 var hann viđ veđurathuganir í Jökulheimum, skála Jöklarannsóknafélagsins viđ Fremri Tungnaárbotna á Tungnaárörćfum. Svo fór ađ ţetta starf varđ honum einkar hugleikiđ og hann hafđi miklar taugar til ţessarar gróđurlausu fjallaauđnar allt til dauđadags. Ţangađ komu margir og sumum var koman minnisstćđ. Ţeir taka undir međ Haraldi Björnssyni ţegar hann kveđur í gestabók Jökulheima í ágúst 1966:

Ţađ er ekki tímatap
ađ tefja hér einn lítinn stans
og játast undir jöklaskap
Jökulheimahúsbóndans.

-  -  -

kveđja
 

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

 

Fjórtán vistaskipti til fermingaraldurs og Víkin í brennidepli. Sífellt ferđbúinn í nýja sannleiksleit í sextíu og fimm ár. Leitandi á öllum mótum viđ annađ fólk, í rćđu ţess og í ritum ţess, - ćtíđ berandi nokkuđ úr býtum. Yfirsmiđur í smiđju tungunnar og bođskaparins ţar sem margur kom međ leir sem brenndur varđ í syngjandi mynd.

Nú nýturđu morgungleđinnar og heldur sprettirćđu yfir skipuleggjendum daganna. Ţeir glettast viđ ţig og segja: "Hvers vegna frestađirđu ekki hingađkomunni og dreifst út handritin ţín, ljóđabćkurnar og ţýđingarnar?" En ţeir komast auđvitađ ekki upp međ mođreyk ţegar ţú bendir ţeim á ţitt verkefnablađ ţar sem ţú hefur rađađ mörgum öđrum á undan sjálfum ţér. Ţađ var nú einu sinni ţinn stíll ađ leyfa öđrum ađ vera á undan ef ţér ţótti hann ţurfa ţess.

Síđan vermir ţú ţá međ hlýju ţinni og vćntumţykju, hressir ţá upp sem halda til dapurlegra skyldustarfa og hlúir ađ hógvćrđ ţeirra sem ganga á gleđifund. Síđdegis tekurđu á móti ţeim međ nýbökuđum pönnukökum.

Gísli Ólafur Pétursson 

Nánar á http://www.gopfrettir.net/open/PS

* Aftur í Yfirlit * Til baka í ritstörf Péturs Sumarliđasonar
Skúli
Guđjóns-
son

(Rithöf-
undur
og
bóndi
á
Ljótunnar-
stöđum
1903-86)

 

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

 

Kveđja

Ţađ var eitt koldimmt haustkvöld fyrir hálfri öld. Ég var í ţann veginn ađ ganga til náđa og hugđist slökkva ljósiđ sem logađi á olíulampanum og hellti geisla sínum út um gluggann í norđurstafni bađstofunnar og eitthvađ norđur í náttmyrkriđ fyrir utan.

Ţá var drepiđ á dyr.

Ég gekk til dyra og kallađi út í náttmyrkriđ og spurđi hver ţar vćri.

Unglingsrödd utan úr myrkrinu svarađi kalli mínu. Sagđi sá, sem röddin kom frá, ađ hann héti Pétur Sumarliđason og vćri frćndi minn.

Strax kannađist ég viđ ađ hafa heyrt ţennan frćnda minn nefndan og ađ hann vćri fćddur og uppalinn í Bolungarvík vestra.

Ţegar hann kom inn sagđi hann mér ađ hann hefđi komiđ gangandi alla leiđ vestan frá Djúpi og ađ leiđinni vćri heitiđ ađ Reykjaskóla til náms.

Ţetta voru okkar fyrstu kynni.

Oft hefur Pétur minnst á ţetta ljós sem hann sá úr norđurglugganum á Ljótunnarstöđum og hann hafđi ađ leiđarstjörnu síđasta áfangann ađ heimili frćnda síns.

Veturinn sem Pétur var á Reykjaskóla heimsótti hann mig oft um helgar. Ţó mynduđust aldrei nein sérstök vináttutengsl viđ hann ţennan vetur ţótt mér ţćtti alltaf gaman ađ fá hann í heimsókn ţví hann var alltaf kátur og hressilegur.

Mér hefur víst fundist ađ ég vćri of gamall til ađ deila geđi viđ sextán ára ungling en hins vegar of ungur til ađ leika nokkurt föđurhlutverk gagnvart honum.

Um voriđ lagđi hann svo enn land undir fót, hélt vestur yfir Laxárdalsheiđi og Dali og suđur á Snćfellsnes sunnanvert til fundar viđ ömmu sína er ţar átti heimili.

Svo liđu nokkur ár án ţess ađ fundum okkar bćri saman.

Ţó frétti ég af honum annađ veifiđ.

Frétti ađ eftir nokkurra ára dvöl á Snćfellsnesi hefđi leiđ hans legiđ inn í Kennaraskólann og nokkru síđar frétti ég ađ hann hefđi gengiđ ađ eiga lćknisdóttur frá Eyrarbakka og fylgdi nafn konunnar ekki međ í ţeirri frétt.

Svo var ţađ einhvern tíma á stríđsárunum ađ Pétri skýtur upp heima hjá mér, - biđst gistingar eins og forđum tíđ. Ţá er hann á leiđ norđur á Drangsnes og er ţá ráđinn kennari viđ barnaskólann ţar.

Enn liđu tvö eđa ţrjú ár án ţess ađ fundum okkar Péturs bćri saman.

Svo var ţađ eitt haust ađ ég var staddur í Reykjavík og lenti ţar međal annars inni á einhverjum fundi. Ég var ţar einn í hópi ţeirra sem áttu ađ láta ljós sitt skína yfir lýđinn og halda rćđu. Eftir ađ hafa komist klakklaust upp í rćđustólinn og ofan úr honum aftur gekk ég hröđum skrefum milli sćtarađanna og í átt til sćtis míns. Ţá veit ég ekki fyrri til en ţrifiđ er til mín og all óţyrmilega. Leit ég á ţann sem hélt mér föstum og sá ađ ţá var kominn Pétur frćndi.

Viđ hliđ hans sat kona og ţóttist ég ţegar vita ađ ţar myndi vera komin lćknisdóttirin frá Eyrarbakka.

Eftir fundinn fór ég heim međ ţeim hjónum.

Síđan hefur ţeirra  heimili veriđ mitt annađ heimili. Hjá ţeim átti ég jafnan víst athvarf, uppörvun og hvatningu ţegar ég leitađi á suđurslóđir eftir ađ ég missti sjónina. Hefur svo veriđ allt til ţessa dags. Veit ég međ vissu ađ ganga mín gegnum myrkriđ hefđi orđiđ mér enn nöturlegra hefđi ég ekki notiđ vináttu ţeirra og fulltingis.

Ţađ var fyrir ţeirra orđ og áeggjan ađ ég lagđi í ţađ ađ lćra á ritvél og skrifa í blindni.. Ţađ voru víst ekki margir ţá sem hafa trúađ ţví ađ slíkt fyrirtćki myndi hafa nokkra ţýđingu eđa bera nokkurn árangur. Enn ţann dag í dag hittir mađur fólk sem heldur ađ ég lesi öđrum fyrir eđa tali inn á segulband.

Ţađ er ţessi Pétur frćndi minn sem hefur flutt allt ţađsem frá mér hefur komiđ í útvarpiđ. Hann hefur gert ţađ af ţeirri snilld ađ vakiđ hefur landsathygli. Honum er ţađ ađ ţakka - eđa kenna - ađ margt af ţví sem ég hefi sett á blađ hefur náđ lengra inn í eyru langţreyttra útvarpshlustenda en orđ margra ţeirra sem mér eru fćrari í ritlistinni.

Ţví fer víđsfjarri ađ Pétur frćndi hafi alltaf veriđ ţví sammála er ég hefi sett á blađ, - til dćmis í ţáttunum um dag og veg. En ţegar hann hefur flutt ţá ţćtti ţar sem hann hefur veriđ mér mikiđ ósammála, hefur hann fyrst veriđ í essinu sínu. Ţví meira sem okkur hefur greint á, ţví betri var flutningur hans. Ég minnist ţess ekki ađ hann hafi nokkurn tíma lagt ađra áherslu á nokkurt orđ en nákvćmlega ţá er ég vildi gert hafa.

-  -  -

Ég hefi oft gert ţví skóna í dagdraumum mínum ađ Pétur frćndi myndi skrifa eitthvađ um mig ţegar ég vćri dauđur.

Nú hefur ţetta snúist viđ og fariđ á annan veg.

Nú er ég ađ reyna af lítilli getu, en góđum vilja, ađ berja eitthvađ saman um Pétur frćnda minn ţegar hann er allur,  - en hér skal ţó stađar numiđ.

Ţví skal ađeins viđ bćtt ađ samskipti okkar Péturs eru orđin svo löng og náin og margslungin ađ verđa myndi heil bók ef allt yrđi tínt til. Stundum hafa ţessi samskipti veriđ góđ, - stundum minna góđ ţegar sitt hefur sýnst hverjum og hvor um sig hefur viljađ róa á sínum báti.

En ţegar svo hefur stađiđ í seglin hjá okkur hefur Guđrún, eiginkona Péturs og vinkona mín, ćvinlega sagt ađ ţetta stafi af ţví ađ viđ Pétur séum svo líkir ađ lundarfari. Ég held ađ hún hafi fariđ nćrri hinu rétta enda vorum viđ náskildir, - ađ öđrum og ţriđja liđ - eins og sagt er á máli ćttfrćđinnar.

En nú, ţegar ég er ađ berja ţetta saman, verđa mér efst í huga ţćr óteljandi ánćgjustundir sem ég hefi átt á heimili ţeirra hjóna.

Svo vil ég enda ţessi fátćklegu orđ međ ţví ađ senda eftirlifandi eiginkonu Péturs frćnda og börnum ţeirra hugheilar samúđarkveđjur ásamt innilegri ţökk fyrir liđna tíđ.

Skúli Guđjónsson,
Ljótunnarstöđum.

* Aftur í Yfirlit * Til baka í ritstörf Péturs Sumarliđasonar
Elsa G.
Vilmundar-
dóttir

jarđ-
frćđingur
(1932 - 2008)

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

Vinarminning

Mig langar til ađ minnast vinar míns, Péturs Sumarliđasonar, ţegar hann er ađ kveđja á haustnóttum.

Stundum er talađ um ást viđ fyrstu sýn en hjá okkur Pétri var ţađ vinátta frá fyrstu kynnum og hefur hún haldist síđan, einlćg og fölskvalaus.

Fundum okkar bar fyrst saman 24. júlí 1967 í Jökulheimum. Pétur var starfsmađur Veđurstofu Íslands frá 1963 til 1970. Hann hóf störf sem veđurathugunarmađur í Jökulheimum síđsumars 1963 og dvaldi ţar nćstu sjö sumur. Hann fór í Jökulheima er skólastarfinu lauk á vorin og skilađi sér til byggđa er kennsla hófst í skólum á haustin, ţví ađ ađalstarf hans var barnakennsla.

Jökulheimar ţykja úr alfaraleiđ enn ţann dag í dag en á ţessum árum og ţar til brú var byggđ á Tungná viđ Sigöldu 1969 má segja ađ Jökulheimar hafi veriđ međ einangrađri stöđum á landinu. Ţar eru tveir skálar í eigu Jöklarannsóknafélags Íslands og eru ţeir skammt undan suđvesturjađri Vatnajökuls viđ svonefndan Tungnárjökul sem er ađalupptök Tungnár. Pétur undi hag sínum mćtavel í Jökulheimum. Hann var ţar einsamall langtímum saman en oft voru ástvinir hans hjá honum og ţegar mig bar ađ garđi ásamt skylduliđi mínu var Björg dóttir hans ţar hjá honum, sex ára gömul. Viđ ókum í hlađ síđdegis á heiđríkum júlídegi og Pétur og Björg fögnuđu okkur. Eitthvađ voru ţau feđginin íbyggin á svipinn og brátt komumst viđ ađ hvađ olli ţví. Ţađ var afmćlisdagurinn hans Péturs og ţađ varđ ađ ţegjandi samkomulagi allra viđstaddra ađ haldin skyldi eftirminnileg afmćlisveisla. Viđ t´kum fram ţau matföng sem best voru í búi beggja og eftir dálítiđ mall var veislumatur á borđum og kaffi og heitar pönnukökur í ábćti.

ljóđ

 

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

Gamli skálinn í Jökulheimum býr yfir hlýju og innileik sem fáum húsum er betur gefiđ og var verđug umgjörđ ţess sérstćđa persónuleika sem laukst upp fyrir okkur í kvöldhúminu. Hann tók fram bók og fór ađ lesa fyrir okkur Jökulheimaljóđin sín. Smávaxinn, grannholda, skarpleitur mađur sem sýndi okkur í hug sinn. Ţađ var eins og hann stćkkađi og fríkkađi ţegar stóra sálin hans, sem rúmađi svo mikla vćntumţykju, varđ nćr áţreifanleg í hugblć ljóđanna. Svartur sandurinn, suđ flugunnar, ilmur lambagrassins, Tungná - áin mín, eins og hann nefnir hana í ljóđi sínu Örćfaminning. Ljóđiđ er ort í apríl 1976 ţegar sumrin í Jökulheimum eru fyrir löngu orđin saknađarfull endurminning. Ég birti ţađ hér vegna ţess ađ ţađ lýsir betur ljóđagerđ Péturs en mér vćri unnt og sýnir hvern hug hann bar til landsins og lífsins.

I.

Nú líđa ljósir
ţokulopar
yfir flóann.
Norđangúlpur Esjunnar
gufađur upp,
- ekki ţurrkvon
á Blikastöđum.
Náttlín vetrarins
á Lönguhlíđum
hefur dökknađ í jađrana.
Á voginum okkar
hafa blikinn og kollan
ţrćtt fallrákina
og strokiđ fjađrirnar.
Í loftinu
ţessi undarlegi
útmánađablámi,
og um brjóst vor
ţreifa grannir fingur
endurminninganna,
- hin bláu vor bernskunnar. -
Í orđlausri undrun
finnum viđ vetrarhrímiđ
ţána í hjörtum vorum
og hvarfast í ljósbrot
lindar und steini.

II.

Nú er áin mín ţurr í grjóti.
Skarirnar frá í haust
hafa stormar vetrarins
fćgt í burt.
Hvít auđn
undir svörtum vćng einbúans,
hrafnsins í Rata.
Gnýr fljótsins
frá í fyrra
geymist í ţögn loftsins,
greiptur í stirđnađ bergmál
Gnapa,
einnig
morgunljóđ sólskríkjunnar
á mćninum,
flug íshafskjóans,
suđ flugunnar
og langdregiđ gagg lágfótu,
ilmur lambagrassins,
litur mosans viđ lindina
og logandi tíbráin
yfir svörtum sandi,

allt,

allt,

allt,

geymir hin hvíta hljómskífa
ţagnarinnar.

Ekkert tćkniundur mannsins
fćr náđ ţeim hljómi,

ađeins hinn sári broddur
einmanans í byggđ,
hin nístandi nál tregans,
hún ein fellur í gróp
ţagnarinnar
og fyllir brjóst vor
ljóđi, litum og söng.

Ljóđ Péturs hafa lítiđ komiđ fyrir almenningssjónir. Ţó hafa nokkur birst í blöđum og tímaritum og veriđ lesin í útvarp. Fyrir tveimur árum flutti Pétur ţátt í útvarpinu og nefndi Jökulheimaljóđ. Voru ţau ort í Jökulheimum eđa tengd stađnum međ öđru móti og fléttađ inn skýringum og lýsingu á stađháttum.

Tungná
og
Tungnár-
jökull

 

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

En Pétur gerđi fleira kvöldiđ góđa en leiđa okkur um ljóđheima sína. Hann sagđi okkur frá ýmsu sem hann hafđi orđiđ áskynja um hátterni árinnar og jökulsins sumrin sín í Jökulheimum. Af eigin rammleikhafđi hann lćrt ađ skilja mál jökulsins og árinnar og af ótrúlegum skarpleikamog nćmi tekist ađ skilgreina og rannsaka eđli ţeirra og samspil. Hann lagđi frá sér ljóđabókina og tók fram pappírsstranga og fletti honum sundur. Ţar voru skráđ í línuritum niđurstöđut mćlinga hans á lofthita, skýjahulu, vindhrađa, úrkomu og vatnsmagni Tungnár viđ Jökulkrók.

Hann sagđi okkur ađ Tungnárjökull vćri ekki einn af meginjöklum Vatnajökuls heldur vćri hann jökulgeiri í fjallshlíđ. Í framhaldi af Tungnárfjöllum, milli Langasjóar og Tungnár, lćgi fjallshryggur međ stefnu á Jöklasystur, eins og Pétur vildi kalla Kerlingar í Vatnajökli. Hann sagđi okkur ađ Tungná sćkti ekkert djúpvatn til meginjökulsins. Ţađ vatn sem kćmi í ána svarađi til ţess sem bráđnađi um daginn í Tungnárjökli. Línuritin studdu ţessar fullyrđingar svo ađ ekki varđ móti mćlt.

Athuganir Péturs urđu uppistađa í grein sem birtist í einu ţekktasta jöklafrćđitímariti sem gefiđ er út, Journal of Glaciology. Greinina skrifuđu Guđmundur Guđmundsson og Guttormur Sigbjarnarson. Ţar voru birt međal annars línuritin sem hann Pétur breiddi á borđiđ fyrir framan okkur í Jökulheimum umrćtt kvöld. Síđar, eđa áriđ 1976, birtust línuritin hans aftur á prenti og í ţetta sinn ívirtri kennslubók í jökla- og landmótunarfrćđi - Glaciers and Landscape. A Geomorphological Approach eftir David E. Sugden og Brian S. John. Ţetta er ótvírćđ viđurkenning á framlagi Péturs til jöklarannsókna. Ţví hefur lítt veriđ haldiđ á lofti af honum eđa öđrum en veitir honum samt sem áđur ţegnrétt í hópi ţeirra tiltölulega mörgu og ágćtu náttúrufrćđinga sem ekki hafa háskólapróf upp á vasann.

Hin síđari árin hafa fengist á ţví stađfestingar ađ Pétur var svo sannarlega á réttri leiđ í athugunum sínum í Jökulheimum á sjöunda áratugnum. Gerfihnattarmyndir, teknar áriđ 1973, sýna ljóslega hvernig markar fyrir fjallshrygg í jöklinum milli Tungnárfjalla og Jöklasystra. Helgi Björnsson kannađi ţetta svćđi međ íssjá á síđastliđnu ári og kortlagđi jökulgrunninn sem kemur greinilega fram sem fjallshryggur.

Stóri-
sjór
Pétur endurvakti sögnina um Stórasjó. Einhvern tíma er honum varđ gengiđ á Heimabungu, norđan viđ Jökulheimaskálana, og leit yfir farveg Tungnár til suđvesturs í miklum vatnavöxtum var áin eins og stórt stöđuvatn yfir ađ líta. Kom honum ţá í hug ţjóđsöguvatniđ týnda. Ţessi hugmynd varđ lífseig og hefur tengst farvegi Tungnár og hugsanlegu miđlunarlóni ţar hefur veriđ gefiđ nafniđ Stórisjór. Rannsóknir viđ Tungná hafa leitt í ljós ađ ţar hefur veriđ stöđuvatn fyrr á öldum. Trúlega fćst aldrei úr ţví skoriđ hvort stöđuvatniđ í Tungnárlćgđinni og Stórisjór voru eitt og hiđ sama en nafniđ er nú tengt henni eigi ađ síđur.
í Jökul-
heimum
Af framansögđu mćtti ćtla ađ ađalstarf Péturs í Jökulheimum hafi veriđ sjálfstćđar vísindarannsóknir og síđan hafi hann notađ frístundirnar til yrkinga, en ţví má ekki gleyma ađ hann var ţar fyrst og fremst sem veđurathugunarmađur sem skráđi veđurathuganir á ţriggja klukkustunda fresti allan sólarhringinn - nema hánóttina. Vann ţađ verk af vandvirkni og nákvćmni eins og allt sem hann fékkst viđ. Hann var lengst af bíllaus í Jökulheimum og notađi tćkifćriđ er gesti bar ađ garđi, ţví ađ ţá gafst honum kostur á ađ komast í Jökulkrók, sem var ađalathugunarstađur hans viđ rannsóknirnar á jökulbráđnuninni. Stillti hann ferđirnar eftir aflestrunum á veđurmćlunum og gćtti ţess vandlega ađ vera kominn aftur í tćka tíđ fyrir nćsta aflestur. Auk alls ţessa vann Pétur ađ ţýđingum og umgengni öll var til fyrirmyndar bćđi utanhúss og innan.
kveđja

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

Á undanförnum árum hef ég notiđ margra góđra stunda í návist Péturs og Guđrúnar og barna ţeirra, fyrst í Jökulheimum en síđari árin hér í ţéttbýlinu, nú seinast 3. september síđastliđinn. Var allt viđmót hiđ sama og fyrr ţrátt fyrir ađ Pétur vćri merktur af ţeim sjúkleika sem dró hann til dauđa tveimur dögum síđar. Hann dró fram minnisbók og rifjađi upp ljóđ og atburđi frá Jökulheimum og brá litskyggnum á vegg og viđ horfđum á ána hans eins og hún byltist fram undan jökulsporđinum í Jökulkróki á afmćlisdaginn eftirminnilega. Ég kvaddi Pétur vin minn, ţennan skapmikla vćntumţykjumann. Ţegar ég frétti látiđ hans var mér ljóst ađ nú fyrst var afmćlisveislunni góđu lokiđ, en minning hennar er varanlegt ferđanesti.

Ég hef hér ađeins reynt ađ lýsa fátćklegum orđum tveimur hliđum á fjölflata gimsteini, ţeim sem ég kynntist best. Ađrir verđa ađ gera hinum skil.

Guđrúnu og börnunum og fjölskyldum ţeirra votta ég dýpstu samúđ mína.

Elsa G. Vilmundardóttir

* Aftur í Yfirlit * Til baka í ritstörf Péturs Sumarliđasonar
Haraldur
Björns-
son

(1917-1988)

 

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

Kveđja

Pétur Sumarliđason var fćddur í Bolungarvík og ólst ţar upp fram á unglingsár. Ţetta sjávarpláss fannst mér hann bera međ sér allt sitt líf. Ţótt ég hafi aldrei stigiđ ţar fćti né séđ annađ en Víkurljósin - og ţađ utan af sjó, ţá finnst mér ég ţekkja ţađ betur en mörg önnur ţorp sem ég hefi komiđ í og jafnvel stundađ vertíđ frá.

Sjórinn, fjöllin, veđrabrigđin og lífsbarátta fólksins í ţessari útróđrastöđ norđurundir heimskautsbaug stóđ manni lifandi fyrir sjónum í frásögn Péturs. Mér finnst ţađ  hljóti ađ hafa mótađ lífssýn hans og ađ úr ţessu mannlífi hafi sprottiđ ýmsar grundvallarskođanir hans.

Pétur var góđur sagnamađur. Hann kunni  heilu rímnaflokkana og mörg stórkvćđi ţjóđskálda sem hann flutti oft á vinafundum. Auk ţess sand af vísum og ţjóđkvćđum oft tengdum frásögnum eđa beint úr lífinu fyrir vestan. Sjálfur var hann skáld gott.

Hann var góđur upplesari og málsnjall, enda ţekktur međal útvarpshlustenda, einkum úti á landsbyggđinni, fyrir flutning sinn á erindum og ţáttum Skúla frá Ljótunnarstöđum, sem hann annađist í fjöldamörg ár.

Ég tók eftir ţví, ţegar viđ vorum saman á ferđalögum, ađ hann hefđi oft ekki ţurft ađ segja til nafns ţótt viđ hittum ókunnugt bćndafólk. Ţađ ţekkti hann á röddinni.

Sumariđ 1963 bauđst honum óskastarf. Hann réđist sem veđurathugunarmađur og eftirlitsmađur viđ skála Jöklarannsóknafélagsins, sem gefiđ hafđi veriđ nafniđ Jökulheimar. Ţví starfi gegndi hann öll ţau sjö sumur sem veđurskeyti voru send ţađan. Ég heimsótti hann ţangađ og sá ađ ţar var réttur mađur á réttum stađ. Fásinna einverunnar ţarna í auđninni viđ jökulrćturnar og algeru gróđurleysi sýndist mér ekki eins ţrúgandi og ćtla mćtti. Ţađ var nokkuđ um allskyns ferđalanga sem komu viđ til ađ fá gagnlegar upplýsingar um stefnu og leiđir. Í talstöđinni hafđi hann oft fréttir af ferđamönnum og ýmsum rannsóknarmönnum víđa inni á hálendinu og var oft milligöngumađur í margvíslegum vanda og gat komiđ skilabođum í ýmsar áttir.

Ađ lokinni Jökulheimaveru Péturs gafst okkur og heimilisfólki okkar betra nćđi til samfunda en oft áđur. Oft höfum viđ, Sigríđur kona mín og Guđrún kona Péturs, eytt saman nokkrum frídögum viđ spil og spjall í Ölfusborgum, á Gjábakka og í Laugardal, bćđi ađ sumri og vetri. Ţau hjónin hafa líka tekiđ okkur međ í fjölmargar ferđir, stuttar og langar. Ţá kynntumst viđ til fulls hver frábćr ferđamađur Pétur var. Hann var góđur og gćtinn ökumađur og réđi yfir ökumáta sem skilađi okkur drjúgt áleiđis, en bauđ aldrei af sér neinn skyndilegan vanda. Hann var vandlátur á ţađ hvernig búiđ var um farangur og annađ sem haft var međferđis og aldrei kom neitt ţađ fyrir ađ hann vćri ekki undirbúinn ađ mćta ţví.

Ég hef ekki fariđ orđum um ćvistarf Péturs, kennsluna. Til ţess treysti ég mér ekki enda gćti ţađ orđiđ langt mál. Hann hefur stundum gert opinberlega grein fyrir ýmsum viđhorfum sínum til ţeirra mála og ţó áreiđanlega oftar í hópi starfssystkina sinna.

Viđ hjónin vottum Guđrúnu, börnum ţeirra hjóna og barnabörnum einlćga samúđ okkar og svo gera börn okkar og barnabörn, ţví öll eiga ţau dýrmćtar minningar um Pétur Sumarliđason.

Haraldur Björnsson  

* Aftur í Yfirlit * Til baka í ritstörf Péturs Sumarliđasonar
Baldur Pálmason

(Kristófer
Baldur
Pálmason
útvarps-
mađur
og
ljóđskáld
1919-2010)

 

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

Kveđja

Mér hnykkti viđ ţegar ég heyrđi tilkynnt andlát Péturs góđkunningja míns Sumarliđasonar, vissi raunar ađ hann var ekki sterkur á svelli líkamlegrar hreysti ţótt ekki vćri hann fyrir ađ kvarta ţví hann var hraustmenni í andanum og lét ekki bilbug á sér finna. Mér ţykir sennilegt ađ hann hafi í lengstu lög veriđ ađ sinna huglćgum málum - t.d. yrkingum eđa ţýđingum - og ég var ađ vona ađ hann fćri ađ ganga frá fyrsta ljóđabókarhandriti sínu til prentunar. Kannski hefur hann náđ ţví. Víst er ađ margur mađurinn í vinahópi Péturs heitins kýs ađ eiga bók međ ljóđum hans. Hann orti rímađ og órímađ jöfnum höndum, a.m.k. hin síđari ár. Íslensk náttúra var hvađ mest áberandi í vali Péturs á yrkisefnum, enda var hann henni afar handgenginn, dvaldi m.a. allmörg sumur viđ veđurathuganir í fjallaskála í nánd Vatnajökuls, Jökulheimum. Ţar varđ til heill ljóđaflokkur.

Kynni okkar Péturs byrjuđu á matstofunni hjá Katrínu Björnsdóttur í Ingólfsstrćti 9, ţeirri mćtu konu. Síđan er liđiđ nokkuđ á fimmta áratug og eftir alllangt hlé fyrst í stađ urđu samskipti okkar einkum í tengslum viđ útvarpiđ. Pétur kom nokkuđ oft fram í útvarpi sem lesari á eigiđ efni, ţýtt og frumsamiđ, en langoftast ţó sem flytjandi ţess máls er Skúli Guđjónsson á Ljótunnarstöđum hafđi fram ađ fćra viđ hlustendur. Skúli sendi Pétri pistla sína og gat treyst ţví ađ hann kćmi ţeim til skila međ ákjósanlegasta hćtti alla leiđ inn í hlustir og heilabú landsmanna. Pétur var skýrmćltur og stundum fastmćltur svo ađ ţar fór ekkert á millli mála. Minnti hann mig stundum ađ ţví leyti ţó nokkuđ á mesta úvarpsmann okkar til ţessa, Helga Hjörvar.

Međal mestu áhugaefna Péturs var íslenskt mál og mat hann mikils hina mestu orđsnilldarmenn okkar, ekki síst ef saman ófst fagurt mál og ríkulegur skáldskapur. Einn slíkan snilling dáđi hann öđrum fremur, Einar Benediktsson, og kunni fjölda kvćđa eftir hann utanbókar. Ţví er best ađ Einar eigi hér lokaorđiđ (ţýđing hans):

Ó, fjalladýrđ, ó strönd, sem víđisvídd í fjarlćgđ bađar,
međ vötn og fossa og hjörtun trygg, sem elur gamla Frón,
mig flytur hagstćtt leiđi burt frá ykkur hrađar, hrađar,
en hug minn, hug minn geymir ţetta land, sem hvarf mér sjón.

Baldur Pálmason 

* Aftur í Yfirlit * Til baka í ritstörf Péturs Sumarliđasonar
Alfređ Eyjólfsson

 

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

Kveđja frá Austurbćjarskólanum

Í dag verđur til moldar borinn Pétur Sumarliđason, kennari. Viđ vissum ţađ, samstarfsmennirnir, ađ hann átti viđ mikla vanheilsu ađ stríđa síđustu starfsárin og undruđumst ţađ hve honum tókst ađ láta lítinn bilbug á sér finna. Ugglaust hefur harđrćđi uppvaxtaráranna skiliđ eftir sig spor í skapgerđina, ađ álitlegast vćri ađ láta ekki deigan síga fyrr en fokiđ vćri í öll skjól.

Pétur heitinn var fćddur 24. júlí 1916 í Bolungarvík. Foreldrar hans voru hjónin Björg Pétursdóttir og Sumarliđi Guđmundsson, sjómađur. Pétur heitinn var tćplega ársgamall ţegar hann missti móđur sína og ólst hann upp á fjölmörgum stöđum á Vestfjörđum og viđ Breiđafjörđ. Ţegar hann var 15 ára gamall voru dvalarstađirnir orđnir jafnmargir og árin sem hann átti ađ baki. Ţrátt fyrir mikla fátćkt tókst honum međ tilstyrk góđra manna ađ brjótast til mennta og lauk hann kennaraprófi voriđ 1940. Lengst af starfsćvi sinnar kenndi hann viđ Austurbćjarskólann í Reykjavík, fyrst 1944-47 og aftur 1957-80. Síđustu árin starfađi hann viđ bókasafn skólans og vann hann ţar gott starf viđ ađ byggja safniđ upp sem námsmiđstöđ nemendanna. Hann kappkostađi ađ afla handbóka og annarra kennslugagna til nota fyrir nemendur og kennara skólans. Hann var gćddur góđri skipulagsgáfu sem nýttist jafnt í kennslustörfum hans sem í safnvinnunni. Ţađ duldist engum sem í safniđ kom ađ ţar fór natinn og snyrtilegur starfsmađur höndum um hlutina. Pétur heitinn átti sćti í stjórn Félags skólabókavarđa og hann lét ávallt til sín taka í félagsmálum kennara.

Pétur heitinn var ţekktur og vinsćll útvarpsmađur en hann ýmist ţýddi og las sögur eđa flutti efni eftir sjálfan sig eđa pistla frćnda síns, Skúla á Ljótunnarstöđum.

Viđ, samstarfsmenn Péturs Sumarliđasonar, söknum hans úr hópnum og ţykir skarđ fyrir skildi. Ţó er mestur harmur kveđinn ađ eiginkonu hans, Guđrúnu Gísladóttur, og börnum. Ţeim og öđrum vandamönnum hans sendir skólinn sínar innilegustu samúđarkveđjur.

Alfređ Eyólfsson  

* Aftur í Yfirlit * Til baka í ritstörf Péturs Sumarliđasonar
Gunnar M.
Magnúss

(1898-1988)

 

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

 

Kveđja

Pétur Sumarliđason var góđvinur minn. Hann var Vestfirđingur, eins og ég, fćddur í Bolungarvík. En fundum okkar bar ekki saman fyrr en hér syđra. Hann tók kennarapróf ungur ađ árum og var kennari og skólastjóri úti á landsbyggđinni, síđar kennari viđ Austurbćjarskólann í Reykjavík. Síđustu árin var hann bókavörđur ţar.

Pétur hafđi fjölţćtta hćfileika. hann var ferđamađur mikill og fróđur um sögu lands og ţjóđar.

Í mörg sumur ađ skóla loknum fór hann til fjalla og dvaldi ţar sumarlangt. Ţađ var inni í Jökulheimum, ţar sem hann var viđ mćlingar og veđurathuganir. Ţar orti hann ljóđ undir áhrifum frá íslenskri náttúru og minningum bernsku sinnar. Hann birti lítiđ sem ekkert af ljóđum sínum en er hann var kominn yfir miđjan aldur safnađi hann ljóđastefjum sínum saman. Ţau eru enn í handriti en verđugt er ađ ţau komi út í bók honum til virđingar og öđrum til umhugsunar, ţví ađ hann vandađi stef sín.

Erlendis koma fram upplesarar sem tileinka sér skáld og rithöfunda og lesa upp verk ţeirra. Í Danmörku var framan af ţessari öld H. C. Andersen - upplesari sem ferđađist um og las upp verk skáldsins. Hann varđ listamađur á ţessu sviđi og gerđi ţađ ađ ćvistarfi sínu ađ lesa upp verk Andersens.

Pétur Sumarliđason og blindi ritsnillingurinn Skúli Guđjónsson á Ljótunnarstöđum voru vinir. Pétur varđ einka flutningsmađur ađ verkum Skúla á opinberum vettvangi. Skúli sendi honum handrit sín - t.d. ađ erindum sem áttu ađ koma í útvarpinu. Pétur las í útvarpinu tugi erinda og greina eftir Skúla. Hefđu ţar fáir gert betur. Pétur hafđi rólega og hreina rödd og las svo vel eftir efninu ađ allt kom til skila sem höfundurinn setti á blađ. Ţessir menn voru svo andlega skyldir ađ hvorugur mátti án annars vera á ţessu sviđi.

En Pétur las einnig og flutti í útvarpinu eigin verk og ţýđingar. Ţađ var auđfundiđ ađ honum var unun ađ flytja orđiđ. Hann er líklega eini Íslendingurinn sem hefur ţjónađ rithöfundi á ţennan hátt.

Pétur naut sín á fjöllunum og heiđlöndunum. Hann var náttúrunnar barn. Og ţegar hann var međ litlu dóttur sinni í fjallakofa ţarna ofar byggđum í vorleysingum og litfögur blóm voru ađ springa út viđ ísröndina mun hann hafa lifađ dýrlegar stundir.

Pétur var ekki mikill ađ vallarsýn en hann var vasklegur í framgöngu og vann heilshugar ađ hverju verki sem hann lagđi hug og hönd ađ. Hann kvćntist Guđrúnu Gísladóttur, lćknisdóttur frá Eyrarbakka, en hún er í ţriđja liđ frá Jakobi Hálfdánarsyni, upphafsmanni samvinnufélaga á Íslandi, góđ kona og mikilhćf í störfum. Ég hygg ađ ţau hafi átt saman skap og skylda hćfileika. Ţau eignuđust fimm börn sem komin eru á manndómsaldurinn.

Ég sendi ţér, Guđrún, og börnum ykkar hlýjar kveđjur í minningu ţessa ástvinar ykkar.

Gunnar M. Magnúss 

* Aftur í Yfirlit * Til baka í ritstörf Péturs Sumarliđasonar
Ásmundur
Ásmunds-
son

*

Til baka
til
Péturs
Sumar-
liđa
sonar

*

Til baka
í ritstörf
Péturs

*

 

Kveđja

Nú er látinn Pétur Sumarliđason kennari og félagi okkar úr Kópavogi, 65 ára ađ aldri. Pétur ţekkti ég af starfi  í Alţýđubandalaginu. Kynni  okkar hófust er ég var hafđur til liđsinnis viđ undirbúning á sumarferđalagi Alţýđubandandalagsins í Reykjavík einhvern tíma á síđasta áratug. Pétur var ţá međal ţeirra sem lögđu á ráđin um allt fyrirkomulag ferđarinnar. Síđan áttum viđ eftir ađ kynnast betur í Alţýđubandalaginu í Kópavogi.

Ţá sjaldan ég ţurfti til Péturs ađ leita, á ţeim skamma tíma sem viđ ţekktumst, ţá var ţar allt á sömu bókina lćrt, ađ heils hugar og skýr voru öll hans orđ. Fyrir ţađ kann ég honum innilegar ţakkir.

Svo eldheitur sem hann gat veriđ og baráttuglađur ţá fannst mér alltaf ađ hann hefđi langa ţjálfun í ađ taka afstöđu sem sósíalisti, enda virtist mér hann alls óţreytandi í pólitík. Hann var meira en kjósandi og stuđningsmađur. Hann tók afstöđu til ţess sósíalisma sem ađrir töldu sig vera ađ bođa. Enda sýnir ţađ sig á afkomendum Péturs og konu hans, Guđrúnar Gísladóttur, ađ ţau hafa öll međtekiđ pólitískar hugsjónir ţeirra hjóna og lagt mikiđ af mörkum í starfi fyrir Alţýđubandalagiđ.

Ég fćri fjölskyldu Péturs heitins samúđarkveđjur um leiđ og ég ţakka henni og honum ágćtt samstarf.

Ásmundur Ásmundsson 

*

Aftur í Yfirlit * Til baka í ritstörf Péturs Sumarliđasonar

Fjölskyldumyndir
og
Gamlar myndir af fólki í Gamla lćknishúsinu á Eyrarbakka

GGí+PS * Efst á ţessa síđu * Forsíđa